Innlent

Lokaðist inni í Fljótshlíðinni þegar flóðið brast á

Jón Hákon Halldórsson og Ingimar Karl Helgason skrifar
Flóðið brast á þegar klukkan var að verða sjö í kvöld.
Flóðið brast á þegar klukkan var að verða sjö í kvöld.
Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótshlíðinni, varð innlyksa í hlaupinu núna í kvöld. „Ég heyrði miklar drunur og ályktaði svo að það væri að koma nýtt flóð," segir Anna.

Anna segist hafa flýtt sér að setja eins mikið fé út og hægt hafi verið því þau hafi talið að það væri að koma stærra flóð en síðast. Hún hafi óttast að flóðið myndi ná bænum og fjárhúsinu, þannig að ákveðið hafi verið að setja lömb og gemlinga út.

Anna segist hafa verið orðin lokuð inni um tíma, þegar vatn flæddi yfir veginn frá bænum. Hún segir hins vegar að rafmagnslínur standi og þar af leiðandi sé vegurinn tæplega farinn.

Anna segir afar óheppilegt að gosið komi á þessum tíma því sauðburður sé nýhafinn. „Þetta var ekki kurteist gos. það vekur mann upp um miðja nótt og kemur á þessum tíma ársins," segir Anna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×