Lífið

Íslenskir bankamenn fá verðlaun

Í góðum hópi Enginn bankamannanna lét sjá við verðlaunaafhendinguna.
Í góðum hópi Enginn bankamannanna lét sjá við verðlaunaafhendinguna.

Hin svokölluðu IG-nóbelsverðlaun voru nýlega veitt þeim sem skarað hafa fram úr í bjánaskap. Tímarit Harvard-háskólans veitir verðlaunin stuttu fyrir hin eiginlegu Nóbelsverðlaun.

Verðlaun eru veitt í tíu flokkum og fengu föllnu íslensku bankarnir þrír auk Seðlabankans verðlaun í hagfræði fyrir að sýna fram á að hægt sé að breyta smábönkum í stórbanka, og öfugt – og fyrir að sýna fram á að hægt sé að gera svipað við hagkerfi heillar þjóðar.

Enginn frá Íslandi var viðstaddur til að taka við háðungarverðlaununum, en flestir hinna létu sjá sig. Þar á meðal voru menn frá háskólanum í Bern sem fengu „friðarverðlaun“ fyrir að sýna fram á að áhrifameira er að slá fólk í hausinn með fullri flösku en tómri, þrír Ameríkanar sem fengu „lýðheilsuverðlaun“ fyrir að finna upp brjóstahaldara sem auðveldlega má breyta í gasgrímu og Englendingar sem fengu verðlaun í flokki dýralækninga fyrir að sýna fram á að kýr sem bera nöfn mjólka meira en nafnlausar kýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×