Innlent

Álftanes: Segir þetta algjöran sirkus

Guðmundur G. Gunnarsson
Guðmundur G. Gunnarsson

Allt bendir til þess að Á-listinn á Álftanesi muni halda meirihlutasamstarfi sínu áfram eftir að D-listinn hafnaði meirihlutasamstarfi við tvo bæjarfulltrúa Á-listann á þriðjudagskvöldið.

„Það er eiginlega búið að ganga frá samkomulagi en það voru lausir endar sem menn vildu reyna að hnýta. Það fer smá tími í það," segir Kristján Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi fyrir Á-listann.

Meirihluti Á-lista komst í uppnám eftir að Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúi hætti í Á-listanum á dögunum vegna „vinnubragða og framkomu bæjarstjórans". Tveir bæjarfulltrúar Á-listans vildu síðan ekki vinna með Kristjáni Sveinbjörnssyni, vegna þess að „hann braut trúnað" og var listinn þríklofinn á tímabili. Leit því út fyrir að eini starfhæfi meirihlutinn yrði myndaður úr D- og Á-lista. „Í pólítík verða menn bara að slíðra sverðin," segir Kristján.

kristján sveinbjörnsson
Sigurður Magnússon bæjarstjóri segir Á-listann hafa verið að funda en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ekki náðist í Margréti Jónsdóttur vegna málsins.

„Þetta er bara leikflétta hjá bæjarstjóranum til þess að freista þess með miklum hamagangi að halda í stólinn. Þetta er algjör sirkus," segir Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×