Sport

Vick grét í fangelsinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vick í steininum.
Vick í steininum.

Leikstjórnandinn Michael Vick sagði í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 mínútur að hann hafi grátið þegar hann var settur í steininn.

Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika ákvarðanna sinna fyrr en búið var að læsa hann inni.

„Það er ekki nokkur leið að útskýra sársaukann og sektarkenndina sem ég upplifði í fangelsinu. Það var út af þessum sársauka og sektarkennd sem ég grét margar nætur í fangelsinu," sagði Vick.

Hann er nýbúinn að fá aftur keppnisleyfi í NFL-deildinni og mun leika með Philadelphia Eagles í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.