Innlent

Bæjarstjórinn í Garði vill á þing

Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjörkjördæmi.

,,Að undanförnu hefur verið skorað á mig að gefa kost á mér í prófkjör Samfylkingarinnar i Suðurkjördæmi. Hvatning til þessa hefur komið alls staðar að úr kjördæminu og fyrir það er ég þakklát. Ég hef ákveðið að svara þessu eindregna kalli og bjóða mig fram í 2. sæti listans," segir Oddný.

,,Erfið úrlausnarefni bíða í flókinni stöðu efnahagsmála og leitað er eftir nýju fólki til að leggjast á árarnar," segir Oddný og bætir við að þau verkefni verði að leysa með jöfnuð, samvinnu og samhjálp að leiðarljósi. ,,Til þess er ég reiðubúin og mun ganga ötullega til verka fyrir Suðurkjördæmi og landið allt, hljóti ég til þess brautargengi."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×