Viðskipti innlent

Íslensk framleiðsla

Hærri álögur hins opinbera á eigendur ökutækja í gegnum bensínskattinn í síðustu viku gætu ýtt undir framleiðslu á innlendu eldsneyti.

Gjöldin ná einungis til innflutnings á jarðgasi, svo sem bensíns og dísilolíu, en ekki metanóls, vetnis, raforku og fleiri nýjunga sem knúið geta ökutæki. Tiltölulega einfalt mál er að breyta bensínbíl og gera hann metan- og vetnisfæran, kostnaðurinn gæti legið nokkuð undir fimmtíu þúsund krónum.

Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hverjir stefni á íslenska eldsneytisframleiðslu á næstunni né hvaða fyrirtæki geta framleitt meira en sem svarar til nokkurra vatnsglasa af eldsneytinu á viku.

Hvað sem öllu líður sjá bjartsýnismenn sem sjá fram á bjartari tíma í öllu svartnætti að úr hremmingunum hér geti komið Íslendingar á umhverfisvænni ökutækjum en fyrir kreppu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×