Innlent

Stefnir í nokkurra vikna sumarþing

Kátt á hjalla Þingfundur hefst klukkan hálf tvö í dag.
Kátt á hjalla Þingfundur hefst klukkan hálf tvö í dag.

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir að sumarþing, að loknum kosningum, standi væntanlega í einhverjar vikur. Á því verði hægt að fjalla um og afgreiða mál sem hugsanlega dagi uppi nú. Í þeim efnum horfir hann fyrst og fremst til þingmannamála.

Þingfundur hefst klukkan hálf tvö í dag og verður þá þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið á miðvikudag, þegar Alþingi fór í páskaleyfi.

Enn eru fjölmörg mál óafgreidd, bæði stjórnarmál og þingmannamál.

Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að sex til átta mál verði samþykkt fyrir kosningar, auk stjórnarskrármálsins.

Ekki hefur dregið úr andstöðu Sjálfstæðis­flokksins við það mál yfir páskahelgina. Guðbjartur segir að á fundum forsætisnefndar og þingflokksformanna í hádeginu í dag verði reynt að ná samkomulagi um þinglok. Sjálfur vill hann ljúka þingstörfunum í síðasta lagi á fimmtudag.

Þing kemur jafnan saman nokkrum vikum eftir kosningar. Misjafnt er hve lengi það starfar. Eftir kosningarnar 2007 starfaði það í tvær vikur en eftir kosningarnar 2003 stóð þing aðeins í tvo daga. Árið 1995 starfaði sumarþing í einn mánuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×