Innlent

Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör

Frá fundi forystumanna Borgarahreyfingarinnar með blaðamönnum 30. mars sl.
Frá fundi forystumanna Borgarahreyfingarinnar með blaðamönnum 30. mars sl. MYND/GVA

Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis.

Í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni segir að lögfræðingarnir Ragnar Aðalsteinsson og Eiríkur Tómasson taki undir ónafngreind lögfræðiálit sem hreyfingin hafði áður aflað sér.

Borgarahreyfingintelur ákaflega mikilvægt að vekja athygli á því sem hreyfingin kallar mikilsvert mál um lýðræðisfyrirkomulag Íslands og aukin völd til kjósenda. Borgarahreyfingin vill að fyrirliggjandi frumvarp um persónukjör verði samþykkt fyrir kosningarnar 25. apríl með einföldum meirihluta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×