Innlent

Tíundi hver skili auðu

Mynd/GVA

Tíu til fimmtán prósent kjósenda munu skila auðu ef marka má skoðanakannanir síðustu vikna. Í kosningunum árið 2003 skiluðu 1,01 prósent auðum seðli. Það árið voru 0,19 prósent seðla ógildir.

Ekki er fastbundið hvenær kjörnefndir greina frá auðum seðlum, en venjan mun vera að telja auða seðla í blálokin. Yfirkjörstjórn syðra kjördæmis Reykjavíkur býst við að tilkynna um auða seðla í síðasta lagi á þriðja tímanum, gangi talning að óskum. Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur berist upp úr klukkan tíu.- kóþ





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×