Innlent

Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna

Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum.

Við getum getum haft áhrif á röð frambjóðenda. Hægt er að raða frambjóðendum með öðrum hætti en kemur fram á kjörseðlinum, segir Ásmundur Helgason ritari landskjörstjórnar. Það er gert með því að setja tölustaf fyrir framan nafn á frambjóðanda. „Svo er hægt að strika frambjóðanda út ef viðkomandi vill hafna frambjóðanda," segir Ásmundur.

Kjósendur verð að hafa í huga að það má bara strika út eða endurraða á listanum sem þeir merkja við. Það má ekkert hrófla við listum annarra. Þeir sem klikka þessu skila ógildu atkvæði.

En hafa útstrikanir og endurraðanir einhver áhrif? Björn Bjarnason og Áni Johnsen fengu að finna fyrir þessi í síðustu kosningum og féllu niður um eitt sæti. Árni Johnsen vær meira segja nálægt því að falla niður um tvö. En þeir komust samt inn á þing.

Til að útskýra hvernig útstrikanir virka skulum við taka dæmi um flokk sem fær tvo menn kjörna í einhverju kjördæmi. Til þess að útstrikanir geri það að verkum að efsti maður listans falli niður um eitt sæti þurfa 20% kjósenda listans að hafa strikað hann út. Til þess að efsti maðurinn falli niður um tvö sæti og komist þannig hreinlega ekki á þing þurfa 40% kjósenda flokksins að hafa strikað hann út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×