Innlent

Jóhanna kýs í Hagaskóla

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að mæta í Hagaskóla klukkan 10:30 og kjósa. Áætlað var að Jóhanna myndi kjósa klukkan 9:00 en hún mun ekki mæta fyrr en 10:30.

Þá mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins kjósta í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 11:00 í dag. Vigdís Hauksdóttir sem skipar 1.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík kjósa klukkan 11:30 í Ingunnarskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá flokkunum nú í morgun. Þá greinir Samfylkingin frá því að kosningavaka flokksins verði haldin klukkan 21:00 á Grand Hotel í Reykjavík.

Áætlað er að Jóhanna haldi þar ræðu uppúr kl. 23:00.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×