Innlent

Röskva fagnar úrræðum ríkisstjórnarinnar

Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink.
Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink.

Röskva, fagnar þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hefur kynnt til að fyrirbyggja atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. Röskva lýsir yfir ánægju með að ríkisstjórnin hafi sýnt það í verki að hún situr ekki aðgerðarlaus og orðið við kröfum stúdenta, sem hafa verið uppi lengi en orðið æ háværari á undanförnum vikum.

Þetta kemur fram í ályktun Röskvu sem send var fjölmiðlum nú í kvöld. Þá segir að aukning á eigin fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fjárframlögum til háskólann sé svo sannarlega kærkomin uppbót fyrir þann niðurskurð sem seinasta ríkisstjórn stóð fyrir.

„Nú er komið að Háskóla Íslands til þess að standa við stóru orðin og bjóða upp á sumarannir sem raunverulegan kost í sumar en tíminn er knappur. Það sem mestu skiptir er þó að fjármagn hefur fengist og nú þurfa allir að leggjast á eitt, menntamálaráðuneytið, háskólayfirvöld, kennarar og stúdentar til að skipuleggja sumarnámið. Röskva hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut, með menntun í forgang og þakkar Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra fyrir að hlusta á rödd stúdenta."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×