Innlent

Jóhanna á kjörstað: Ákvað sig fyrir þrjátíu árum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagðist hafa ákveðið hvað hún ætlaði að kjósa fyrir þrjátíu árum síðan þegar hún mæti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu. Hún sagði sumar í lofti og að Samfylkingin ætlaði að vinna kosningarnar.

Þetta sagði Jóhanna í samtali við Bylgjuna en þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Bragi Guðmundsson eru á ferðinni í Reykjavík í dag. aðspurð hvort kosningabaráttan hefði snúist um þau mál sem Samfylkingin legði áherslu á svaraði Jóhanna því játandi.

„Já ég hygg að þjóðin vilji ræða um framtíðina og við sjáum hana með ESB. Við höfum mest rætt um heimilin í landinu og atvinnulífið, þetta hefur allt verið í umræðunni," sagði Jóhanna.

Hún hvatti fólk til þess að drífa sig á kjörstað. „Nú er tækifærið að koma hér á jafnaðarsjórn í landinu. Þetta eru sögulegar kosningar því nú er góður möguleiki á að vinstrimenn og jafnaðarmenn geti náð meirihluta, það er sögulegt tækifæri."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×