Viðskipti innlent

Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem eru bæði stærstu hluthafar Bakkavarar og Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem eru bæði stærstu hluthafar Bakkavarar og Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Straums um 2,23 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 1,11 prósent og endaði í 311 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) lækkaði hins vegar um 1,55 prósent og endaði í 901 stigi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×