Erlent

Svona gæti Maddý litið út í dag

Myndin af Maddý og önnur mynd af henni frá þeim tíma er hún hvarf.
Myndin af Maddý og önnur mynd af henni frá þeim tíma er hún hvarf.
Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir tveimur árum síðan hafa sent frá sér mynd sem þau hafa látið gera og sýnir hvernig Maddí gæti litið út í dag sé hún á lífi. Foreldrarnir fengu sérfræðing til þess að útbúa myndina þar sem reynt er að gera sér í hugarlund hvernig stúlkan hefur elst á þeim tíma sem liðinn er frá því hún hvarf.

Myndin verður notuð á veggspjöldum sem dreifa á um allan heim en foreldrarnir Kate og Gerry McCann hafa ekki gefist upp við leitina. Madeleine var þriggja ára gömul þegar hún hvarf þann þriðja maí 2007. Sé hún enn á lífi er hún fimm og bráðum sex ára gömul. Sérfræðingurinn sem gerði myndina notaðist meðal annars við myndir af foreldrunum þegar þau voru á sama aldri og Madeleine er í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×