Innlent

Kjörsókn í Reykjavík meiri nú en árið 2007

Fólk að koma af kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Fólk að koma af kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mynd/Daníel Rúnarsson

Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu virðast sýna kosningunum mikinn áhuga samkvæmt tölum yfirkjörstjórna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavík suður höfðu 19.738 kosið klukkan 16:00 sem er 45,12% kjörsókn. Það er þremur prósentum meira en í kosningunum árið 2007, en þá höfðu á sama tíma 41,89% kosið.

Í hinu kjördæminu hafa 18.849 kosið sem er 43,05% en á sama tíma árið 2007 höfðu 39,87% kosið.

Klukkan 14:00 í dag höfðu 12.692 kosið 29,01% en á sama tíma árið 2007 höfðu 26,84% kosið.

Sveinn Sveinsson formaður yfirkjörstjórnar segir kosninguna hafa gengið vel í kjördæminu fram að þessu og greinilegt að töluvert meiri áhugi sé fyrir kosningunum nú en fyrir tveimur árum.

Í sama streng tekur Erla S. Árnadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Klukkan 14:00 höfðu 12.015 manns kosið eða 27,41%. Á sama tíma árið 2007 höfðu 25,41% kosið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×