Viðskipti innlent

Bakkavör rýkur upp um þrettán prósent

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 12,97 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í dag að það hefði innleyst 104 milljónir punda, um 17 milljarða króna, af reikningi Nýja Kaupþings.

Þá hefur gengi bréfa í Straumi hækkað um 4,61 prósent, Marel Food Systems um 2,84 prósent og í Össuri um 1,86 prósent.

Viðskipti eru með ágætasta móti, 33 talsins, upp á 128 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 1,17 prósent og stendur hún í 312 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×