Innlent

Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Kraganum

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur gefið formlega kost á sér til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lúðvíki en fyrr í dag sagði fréttastofa frá því að þetta stæði til.

„Við þær aðstæður sem nú eru ríkjandi í samfélaginu er brýnt að sameina krafta þjóðarinnar til endurreisnar í anda jafnaðar- og félagshyggju," segir í tilkynningu frá Lúðvíki. Hann segir að þau bjartsýni sem blasi við séu bæði erfið og krefjandi og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að það skapist fullt traust á milli þjóðar og þings.

„Samfylkingin mun verða leiðandi afl í þeirri vinnu sem framundan er við að byggja upp og treysta að nýju undirstöður atvinnulífs, efnhagsmála og heimilanna í landinu og endurheimta orðspor landsins í samfélagi þjóðanna. Fjölbreytt störf og forysta á sviði sveitarstjórnarmála í áratugi er bæði mikilvæg og dýrmæt reynsla sem ég tel að muni nýtast vel við þau störf sem nýtt Alþingi þarf að takast á við," segir Lúðvík og bætir við: „Ég er reiðbúinn að leggja mitt að mörkum í þeim efnum og hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×