Viðskipti innlent

Hverjum bjallan glymur

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Þetta mun áreiðanlega færast til eftirminnilegra atburða í dagbókum þátttakenda enda ekki á hverjum degi sem Íslendingar stíga inn fyrir þröskuldinn markaðarins, sem er einn þeirra stærstu í heimi. En nú spyrja margir, hverju eigum við nú von á?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×