Erlent

Borgarís stefnir á Nýja Sjáland

Óli Tynes skrifar

Hundruð risastórra borgarískaja frá Suðurskautinu stefna nú hraðbyri að Nýja Sjálandi.

Talið er að jakarnir hafi brotnað af Íshellu Suðurskautsins fyrir mörgum árum og rekið þessa þrettán þúsund kílómetra vegalengd.

Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst síðan árið 1931 og lítil flugfélög hafa vel upp úr því að selja farmiða í útsýnisflug yfir jakaborgina.

Hefur þetta eitthvað með hlýnun jarðar að gera?

Á vefsíðu veðurstofunnar AccuWeather segir að vísindamenn sé hikandi við að segja eitthvað um það. Þeir séu ekki búnir að fylgjast nógu lengi með ísjökunum. Til stendur að taka sýni úr þeim til rannsóknar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×