Erlent

Ragnar vill geta mjólkað sig

Breki Logason skrifar
Ragnar Bengtsson
Ragnar Bengtsson
Á þriðjudagskvöldið hefst nokkuð merkileg tilraun í sænska sjónvarpinu. Þá mun hinn tuttugu og sex ára gamli Ragnar Bengtsson setja brjóstapumpu á geirvörturnar á sér í þeirri von að geta framleitt brjóstamjólk.

Ragnar segir þetta skipta miklu máli í umræðunni um hvort það sé maðurinn eða konan sem sé heima með barnið. Í dag á Ragnar tveggja ára son en hann segist gjarnan vilja geta mjólkað sig og þannig fætt ófædd börn sín í framtíðinni.

Líkt og kvennmenn hafa karlar mjólkurkirtla og gerivörtur. Mette Ness Hansen ljósmóðir í Svíþjóð segir að í ljósi þess sé ekki hægt að útiloka möguleikann á því að karlmenn geti mjólkað sig.

Hún segir einnig að fordæmi séu fyrir því að karlmenn geti framleitt mjólk við langvarandi núning geirvartna. Hún segir hinsvegar lítið vitað um gæði mjólkurinnar og hversu mikið þeir geta framleitt.

Sigbritt Werner prófessor trúir því að Ragnar geti náð að mjólka sig en hún segir það taka langan tíma fyrir karlmenn að framleiða mjólk. Í samtali við sænska Aftonbladet segir Werner að það séu engar rannsóknir sem sýni fram á að mjólk frá karlmönnum sé næringarsnauðari en kvenmannsmjólk.

Tilraun Ragnars sem fylgst verður með í sjónvarpinu felur í sér að hann þarf að taka pumpuna fram 6-8 sinnum á dag í von um að eitthvað komi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×