Innlent

Sálfræðingur vill þingsæti

Kolbrún Baldursdóttir
Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kolbrún hefur verið löggildur sálfræðingur frá 1992 og hlaut sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbrúnu sem er menntaður sálfræðingur. Hún segist vilja nota menntun sína og reynslu sem sálfræðingur til að styrkja stoðir Sjálfstæðisflokksins og efla innviði hans með nýjum sjónarhornum. Hún vill einnig í krafti stefnu Sjálfstæðisflokksins leggja sitt af mörkum til að vinna þjóðinni gagn.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×