Innlent

Raddir fólksins á Austurvelli í dag

Hörður Torfason er fundarstjóri á mótmælum í dag.
Hörður Torfason er fundarstjóri á mótmælum í dag. Mynd/Anton Brink

Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er þrítugasti fundurinn sem samtökin standa fyrir.

Kröfur samtakanna eru að Icesave samningurinn verði stöðvaður og að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum. Þá mótmæla samtökin sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja.

Ræðumenn dagsins eru Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna og Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×