Viðskipti innlent

Straumur fellur um tæp átta prósent

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð.

Á eftir hæla Straumi Marel Food Systems, sem hefur lækkað um 0,7 prósent.

Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaðium 0,21 prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,104 prósent og stendur í 317 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×