Viðskipti erlent

Forbes segir eignir Björgólfs engar

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll.

Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða.

Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða.

Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu.

Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag.

„Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×