Innlent

Ávöxtun viðbótarlífeyris við núllið

Peningar.
Peningar. Mynd/Valli

Raunávöxtun viðbótarlífeyris hefur verið um núll prósent undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna sem mat árangur viðbótarlífeyrissjóða.

„Ávöxtun margra sjóða sem tugþúsundir Íslendinga greiða mánaðarlega í hefur í mörgum tilfellum verið afleit síðustu tíu ár," segir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Ávöxtunin er eilítið betri ef litið er til tímabilsins fyrir hrun en Hallgrímur segir að raunávöxtunin sé þó hófsöm og ekki mæld í tugum prósenta eins og margir kunni að halda.

Hallgrímur segir skynsamlegra að leggja fé sitt inn á áhættuminnstu lífeyrissjóðina, því þeir gefi alltaf til lengri tíma litið langbestu ávöxtunina, ekki bara á krepputímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×