Innlent

Samfylkingin með 30% í nýrri könnun

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Valgarður Gíslason
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 29,8% landsmanna styðja flokkinn samkvæmt könnuninni.

Þar á eftir koma Vinstri græn með 26,3%, Sjálfstæðisflokkur 23,2%, Framsóknarflokkur 12% og Borgarahreyfingin 6,8%.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar fá því 37 af 63 þingmönnum og tryggan meirihluta.

Frjálslyndi flokkurinn fær 1,5% stuðning í könnunni og Lýðræðishreyfingin 0,5%.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×