Innlent

„Hvar er linkurinn á Lýðræðishreyfinguna?“

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon frambjóðandi fyrir Lýðræðishreyfinguna í komandi alþingiskosningum var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Þar fór hann mikinn og sakaði Rúv um að vera ritskoðaður fjölmiðill. Meðal annars spurði hann útvarpsmanninn hversvegna ekki væri linkur á framboð Lýðræðishreyfingarinnar á kosningavef Ríkisútvarpsins.

„Hversvegna er ekki linkur á Lýðræðishreyfinguna á kosningavef Ríkisútvarpsins? Við erum búnir að kæra ykkur til lögregla útaf þessu og vekja athygli á þessu margoft. Við höfum sent mörg erindi til útvarpsstjóra og fréttastofu vegna þessa. Afhverju er þetta ekki lagað?," spurði Ástþór sem var nokkuð æstur.

Ástþór sagðist hafa þurft að setja á svið leiksýningar til þess að komast að hjá Ríkisútvarpinu.

„Ég hef þurft að koma með bíl og risastórt uppsagnarbréf til þess að komast að í Kastljósi. Afhverju hef ég verið útilokaður? Afhverju má ég ekki koma í Silfur Egils? Afhverju fæ ég bara að koma í pakkaða kassa þar sem eru fyrirfram ákveðnar spurningar?,"

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×