Innlent

Davíð eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur Egilsson segir að Davíð hafi rifið niður endurreisnarstarf Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.
Vilhjálmur Egilsson segir að Davíð hafi rifið niður endurreisnarstarf Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA.
Davíð Oddsson eyðilagði landsfund Sjálfstæðisflokksins með ræðu sinni á fundinum, segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Endurreisnarnefndar flokksins.

„Það var búið að vinna þarna heilmikið uppbyggjandi starf sem að hann síðan tekur að sér að rífa niður," sagði Vilhjálmur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í kvöld. Vilhjálmur segir að sér lítist illa á niðurstöðu kosninganna enda sé hann gamall sjálfstæðismaður og fyrrverandi þingmaður flokksins.

Vilhjálmur telur að skýringarnar á falli flokksins séu margar. Meðal annars það að fólk telji flokkinn bera ábyrgð á efnahagshruninu og fólk geri athugasemdir við afstöðu flokksins gagnvart Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×