Viðskipti innlent

Enn lækkar Century Aluminum

Fólk að störfum í álveri Norðuráls á Grundartanga.
Fólk að störfum í álveri Norðuráls á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 6,9 prósent í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem féll um 3,57 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 1,08 prósent, Össurar um 0,63 prósent, Færeyjabanka um 0,43 prósent og Marel Food Systems um 0,31 prósent.

Einungis gengi bréfa Eimskipafélagsins hækkaði um eitt prósent á sama tíma.

Gamla Úrvalsvísitalan hækkaði um fjórðung úr prósent og endaði í 313 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) lækkaði hins vegar um eitt prósent og endaði í 895,2 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×