Viðskipti innlent

Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent

Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent.

Gengi bréfa Century Aluminum hækkaði um 0,91 prósent og Færeyjabanka um 0,41 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 1,41 prósent og endaði í 266 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×