Lífið

Íslensk sveit í fótspor Franz Ferdinand

Hljómsveitin Who Knew heldur tónleika í Roter Salon í Berlín á föstudag.
Hljómsveitin Who Knew heldur tónleika í Roter Salon í Berlín á föstudag.
Indísveitin Who Knew er stödd í Berlín þar sem hún heldur tónleika á Roter Salon, sem er með vinsælli tónleikastöðum í borginni. Á meðal hljómsveita sem hafa spilað þar er hin breska Franz Ferdinand.

Tónleikarnir verða haldnir á morgun undir yfirskriftinni Icelandic Music Laboratory og stendur þýska kvikmyndagerðarkonan Wera Uschakowa fyrir þeim. Á síðasta ári spilaði trúbadorinn Siggi Ármann einmitt í Berlín fyrir tilstuðlan Weru, sem er mikill Íslandsvinur. Tengjast tónleikarnir verkefninu 101 Berlín sem hefur verið starfrækt um nokkurt skeið í borginni.

Who Knew, sem hefur verið starfandi í nokkur ár, er skipuð strákum í kringum tvítugt. Stefna þeir á útgáfu sinnar fyrstu plötu eftir einn til tvo mánuði en fyrst ætla þeir að spila í Berlín, sem verða fyrstu tónleikar þeirra erlendis. „Það er mikill spenningur og þetta er búið að vera rosagaman,“ segir hljómborðsleikarinn Matthías Sindri Jónsson, en sveitin kom til Berlínar á sunnudag. Bætir hann við að Who Knew hafi fengið jákvæða umfjöllun í þýskum fjölmiðlum og nýlega fór sveitin í viðtal hjá einni af stærstu indí-útvarpsstöðvum Þýskalands, Motor FM. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×