Innlent

Leitað á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leitað var á skrifstofu Þórs hjá Samtökum atvinnulífsins. Mynd/ Pjetur.
Leitað var á skrifstofu Þórs hjá Samtökum atvinnulífsins. Mynd/ Pjetur.
Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit á í dag er á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.

Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að leitað hafi verið að gögnum sem tengist fyrri störfum Þórs hjá Sjóvá en sérstakur saksóknari hefur í dag látið leita víðar að gögnum um fjárfestingastarfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum. Í fréttinni segir að Þór sé leitarþoli í þessu tilviki en réttarstaða hans í málinu hafi ekki verið skilgreind að öðru leyti.

Þór er nú í sumarfríi og tekur ekki þátt í störfum SA á meðan. SA vonast til að þegar Þór kemur úr fríi undir lok mánaðarins liggi réttarstaða hans í málinu fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×