Innlent

Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni

Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær spurðum við Kolbrúnu Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, út í fyrirhugaða olíuleit á drekasvæðinu. Svör ráðherrans voru afdráttalaus. Olíuvinnsla er í andstöðu við hugmyndafræði vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu.

„Við þurfum á öllum okkar mannauði að halda til þess að tryggja að við náum að standa upp aftur og reisa okkur við á nýjan leik. Þá er það ekki í mínum huga að fyrstu ákvarðanir séu svona stórar og groddalegar eins olíuvinnsla á Drekasvæðinu óneitanlega er."

Klukkutíma eftir að þessi ummæli fóru í loftið var komin yfirlýsing frá vinstri grænum. Þar segir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Flokkurinn setji fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins styðji hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum.

Skömmu síðar barst einnig yfirlýsing frá Kolbrúnu þar sem hún dró heldur í land. Í yfirlýsingu hennar er það áréttað að þingflokkur Vinstrin grænna hafi ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Efasemdir hennar um málið sé aðallega tilkomnar vegna þess hve illa að því var staðið inn á þingi. Málið hafi verið illa kynnt og mikilvægir aðilar hafi ekki hafðir með í ráðum.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í umræðuþætti á Stöð 2 í gær að ágreiningur um olíuleit hafi ekki komið upp í ríkisstjórninni.

„Út af fréttinni með Kolbrúnu Halldórsdóttur höfum við í kreppunni verið að bjóða út fyrstu leyfin á Drekasvæðinu. Ég held að sú ágæta kona hafi ekki skilið málið rétt," sagði

Þá sagði Össur að ekki hafi verið neinn ágreiningur um olíuvinnslu í ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir

Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi.

Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum

„Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu.

VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu

„Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×