Viðskipti erlent

Öllum búðum Woolworths lokað eftir áramótin

Öllum rúmlega 80ö0 búðum verslunarkeðjunnar Woolworths verður lokað eftir áramótin. Jafnframt verður 27.000 starfsmönnum keðjunnar sagt upp. Baugur á hlut í Woolworths gegnum fjárfestingafélagið Unity.

Deloitte sem stjórnað hefur Woolworths undanfarnar vikur hefur nú endanlega gefist upp á að selja keðjuna í heilu lagi eða pörtum. Er þar með lokið 99 ára gamalli sögu Woolworths sem var ein þekktasta versluanrkeðja á Bretlandseyjum.

Samkvæmt frétt um málið á Timesonline verður búðum Woolworths lokað í slumpum, eða 200 í einu. Þeim fyrstu verður lokað þegar þann 27. desember.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×