Innlent

Héraðsdómur snýr úrskurði Jónínu við

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var umhverfisráðherra 2006 til 2007.
Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var umhverfisráðherra 2006 til 2007.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, þar sem fallist var á lagningu vegar í gegnum Teigsskóg á Vestfjörðum.

Í júlí 2003 lagði Vegagerðin fram drög að tillögu að matsáætlun á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar við Þórisstaði-Eyrará í Reykhólahreppi. Greint var frá sex mismunandi framkvæmdarkostum. Ein tillagan varðaði veglagningu um Teigsskóg en hana útilokaði Skipulagsstofnun í febrúar 2006 meðal annars vegna umhverfisspjalla.

Jónína kvað upp úrskurð 5. janúar 2007 þar sem hún féllst á leiðina með tilteknum skilyrðum þvert gegn fyrri niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

Náttúveruverndarsamtök Íslands, Fuglavernd og landeigendur stefndu Jónínu í kjölfarið og kröfðust þess að úrskurður hennar yrði felldur út gildi og úrskurðaði Héraðsdómur á þá vegu í dag.

„Við fögnum sigri og erum ákaflega glöð með þessa niðurstöðu og teljum hann umhverfinu og náttúruvernd í hag," sagði Katrín Theódórsdóttir lögfræðingur kæranda og bætti við að dómurinn væri umhverfisvernd til framdráttar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×