Erlent

Fritzl er skuldum vafinn eftir mis­heppnuð fast­eigna­við­skipti

Josef Fritzl, maðurinn sem lokaði dóttur sína í dýflissu í 24 ár og gat með henni sjö börn er skuldum vafinn. Austurrískir lögreglumenn segja að Fritzl hafi skuldað um tvö hundruð milljónir króna þegar hann var handtekinn á dögunum.

Ástæður skuldanna eru sagðar þær að Fritzl ætlaði að græða á fasteignaviðskiptum en þær áætlanir fóru út um þúfur. Nú eru allar líkur á því að fjölskylda mannsins, börn hans og eiginkona, sitji uppi með skuldirnar.

Yfirvöld í bænum Amstetten hafa þegar lýst því yfir að fjölskyldan muni fá fjárhagslega og félagslega aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×