Viðskipti erlent

Meint veikindi Steve Jobs rýra verð Apple

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Steve Jobs.
Steve Jobs. MYND/AP/Paul Sakuma

Hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu Apple féllu um tæplega fjögur prósentustig í gær þegar fréttir bárust af því að forstjóri fyrirtækisins, Steve Jobs, ætti við veikindi að stríða og myndi ekki flytja árlegt ávarp sitt á tæknisýningu Apple sem nú nálgast óðum.

Tilkynning frá fyrirtækinu segir að í stað Jobs flytji markaðsstjóri Apple ræðu á sýningunni en það virðist ekki nægja til að vekja traust fjárfesta.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×