Innlent

Vörubílstjórar loka götum - talsmaður þeirra handtekinn

Vörubifreiðastjórar hafa lokað Ártúnsbrekku til vesturs í aðgerð sambærilegri þeim sem viðhafðar voru síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Þá hefur Reykjanesbrautinni verið lokað við Kúagerði. Ekki náðist í talsmann vörubílstjóranna, en hann hafði verið færður inn í lögreglubíl þegar í hann náðist og átti því erfitt með að ræða við fréttamann.  Lögreglan segist gera ráð fyrir fleiri lokunum nú í morgunsárið.

Lögreglan var viðbúin þessum mótmælum, liðsauki hefur verið kallaður á vakt og verður unnið eftir sérstakri áætlun sem ekki verður gefinn upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.