Fótbolti

Bayern valtaði yfir Anderlecht

Miroslav Klose skorar fyrir Bayern
Miroslav Klose skorar fyrir Bayern NordcPhotos/GettyImages

Bayern Munchen er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða eftir 5-0 sigur á Anderlecht í Belgíu í kvöld.

Það var Altintop sem braut ísinn fyrir gestina eftir aðeins rúmar átta mínútur og skömmu fyrir leikhlé var einum leikmanna belgíska liðsins vikið af velli. Luca Toni bætti við öðru marki fyrir Bayern áður en flautað var til hlés.

Í síðari hálfleiknum gerðu Þjóðverjarnir svo út um einvígið þegar þeir Podolski, Klose og Ribery skoruðu sitt markið hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×