Viðskipti innlent

Þorsteinn Már nýr stjórnarformaður Glitnis

Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson.

Ný stjórn Glitnis undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, verðandi stjórnarformanns, mun samkvæmt heimildum Markaðarins, einbeita sér að því að skera niður rekstrarkostnað.

Þorsteinn Már, sem hefur stýrt útgerðarfyrirtækinu Samherja, er þekkur fyrir að beita sér fyrir aðhaldi í rekstri. Aðalfundur Glitnis verður haldinn næsta miðvikudag. Engar breytingar verða gerðar á forstjóra eða yfirstjórn en eins og áður hefur komið fram á Vísi munu fjórir nýir aðilar auk Þorsteins Más ganga inn í stjórnina. Þeirra á meðal er Hans Kristian Hustad en hann hefur mikla reynslu af fyrirtækjarrekstri líkt og Þorsteinn Már sem forsvarsmenn bankans telja mikinn styrk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×