Erlent

Gæslu­varð­hald yfir Fritzl fram­lengt

Josef Fritzl
Josef Fritzl

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir hinum austurríska Josef Fritzl þangað til dómari endurmetur stöðuna eftir tvo mánuði. Fritzl er ásakaður fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni Elisabeth Fritzl og lokað hana inni í 24 ár. Á þeim tíma gat hann henni 7 börn. Lögreglan í Austurríki segir að Fritzl hafi játnað verknaðinn á sig.

Hann var settur í varðhald 29. apríl en rannsókn á málinu er enn í gangi. Líklegast er að réttarhöld yfir honum verði ekki fyrr en með haustinu.

Lögmaður Fritzl Rudolf Mayer hefur gefið til kynna að vörnin muni byggjast á að Fritzl sé ósakhæfur vegna geðrænna kvilla. Hann vill að Fritzl gangi undir geðrannsókn til þess að meta hvort hann geti yfirhöfuð mætt í réttarhöldin.

Á fréttavef Sky News kemur fram að Fritzl hafi lýst misnotkun sinni á Elisabeth dóttur sinni sem fíkn. Að hann hafi vitað allan tímann að það sem hann gerði væri ekki rétt og að hann hlyti að vera geðveikur að gera slíkt. Það varð hins vegar að vana hjá honum að lifa öðru lífi í kjallaranum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×