Erlent

Innanhússrannsókn hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu

Guðjón Helgason skrifar
Bernard L. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik.
Bernard L. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik. MYND/AP

Fjármálaeftirlitið bandaríska hefur fyrirskipað innanhússrannsókn á því hvers vegna ekkert hafi verið aðhafst þegar ábendingar bárust fyrir nærri áratug um möguleg svik Bernards Madoffs, fyrrverandi stjórnarformanns Nasdaq kauphallarinna. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik.

Fjársvikamálið er talið það umfangsmesta í sögunni en fjölmargir stórir bankar og fjármálastofnanir víða um heim lögðu fé í vogunarsjóð Madoffs sem virðist hafa verið pýramídasvind.

Fjölmargir bankar hafa tapa milljónum vegna svikanna, þar á meðal Nordea, Danske Bank, Santander bankinn á Spáni, Fortis og HSBC.

Fram kemur á fréttavef BBC að fjármálaeftirlitinu bandaríska hafi fyrst borist ábending um hugsanleg svik árið 1999 og síðan ítrekað eftir það en ekkert hafi verið gert.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×