Erlent

Ekki mjög orð­heppinn kanslari

Óli Tynes skrifar
Alfred Gusenbauer kanslari...ekki orðheppinn?
Alfred Gusenbauer kanslari...ekki orðheppinn?

Kanslari Austurríkis sagði í dag að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað ímyndarherferð til þess að endurheimta heiður landsins í samfélagi þjóðanna.

Fréttirnar um Josef Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár hafa farið eins og eldur í sinu um heiminn.

Þær hafa vakið bæði viðbjóð og furðu.

Alfred Gusenbauer kanslari sagði við fréttamenn; "Austurríki er ekki sökudólgurinn. Þetta er óskiljanlegur glæpur en þetta er líka einangrað tilfelli. Við látum ekki einn mann halda þjóðinni í gíslingu."

Líklega þykir ekki öllum kanslarinn hafa valið orð sín vel þegar hann sagði að þetta væri einangrað tilfelli.

Fólk er tæpast búið að gleyma Natösju Kampuch sem barnaníðingur hélt fanginni í átta ár á heimili sínu í Austurríki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×