Viðskipti erlent

200 verslunum Woolworths lokað

Fyrsta verslunin var opnuð fyrir 99 árum.
Fyrsta verslunin var opnuð fyrir 99 árum.

200 af rúmlega 600 verslunum bresku verslanakeðjunnar Woolworths verður lokað í dag. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir greiðslustöðvun í nóvember en keðjan skuldar hátt í 385 milljónir punda.

Enginn kaupandi fékkst og því var ákveðið að loka fyrirtækinu í áföngum. 200 verslunum verður lokað í dag, öðrum 200 2. janúar á nýju ár og restinni þremur dögum síðar. Búist er við að 27.000 manns missi vinnuna þegar verslunarkeðjan leggur upp laupanna 99 árum frá því að fyrsta verslunin var opnuð.

Baugur og Malcolm Walker, forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar, gerðu kauptilboð í Woolworths í ágúst sl. en því tilboði var hafnað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×