Erlent

Hvað vissi mamman í Austur­ríki?

Óli Tynes skrifar
Rosemarie Fritzl.
Rosemarie Fritzl.

Rosemarie Fritzl segir að hún hafi ekki haft hugmynd um að eiginmaður hennar hélt dóttur þeirra fanginni niðri í kjallara húss þeirra í 24 ár.

Þangað færði hann dótturinni mat og nauðgaði henni. Rosemarie segist ekkert hafa um það vitað.

Hún segir að hana hafi heldur ekkert misjafnt grunað þegar Josef Fritzl tók þrjú barna sinna og dóttur sinnar úr dýflissunni og færði þau hvert af öðru upp í íbúð þeirra hjóna.

Rosemarie Fritzl er 69 ára gömul. Menn velta því fyrir sér hvort hún hafi verið enn eitt fórnarlamb Josefs.

Hvort hún hafi eitthvað vitað eða eitthvað grunað, en ekki þorað að setja sig upp á móti eiginmanni sínum.

Nágrannakona, Petra Benedikt, segir; "Ég hef oft séð Rosemari fara í göngutúra með barnabörnin, eða keyra þau í skólann. Hún heilsaði svosem alltaf vingjarnlega. En það var eins og hún ætti eitthvað erfitt. Eins og hún bæri einhverja sorg í brjósti."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×