Erlent

Vinnur að friði víða um heim

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Martti Ahtisaari Hann hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár.
Martti Ahtisaari Hann hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár.
Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir aðild sína að friðarumleitunum víða um heim undanfarna þrjá áratugi.

„Öll sín fullorðinsár, hvort heldur sem háttsettur embættismaður í Finnlandi og forseti eða á alþjóðavettvangi, oft í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, hefur Ahtisaari unnið að friði og sáttaumleitunum,“ segir í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar.

Þar eru nefnd alvarleg átök víða um heim, sem hann hefur átt þátt í að leysa, svo sem aðild hans að stofnun sjálfstæðs ríkis í Namibíu, lausn á deilu íbúa Aceh-héraðs við stjórnvöld á Indónesíu árið 2005, og svo þátt hans í lausn á deilum um Kosovohérað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×