Innlent

Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg

Mótmælendurnir hittust fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag.
Mótmælendurnir hittust fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag. MYND/Anton Brink
Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Mótmælendurnir hittust fyrir utan stjórnarráðið upp úr hálf tvö, kveiktu á neyðarblysum og gengu fylktu liði niður a Austurvöll til að lýsa yfir andúð mótmælenda á „andvaralausum stjórnmála- og embættismönnum sem með aðstoð ábyrgðarlausra bankastjórnenda og siðlausra auðmanna komu á því nöturlega ástandi sem nú brennir upp heimili okkar, sviptir okkur atvinnutækifærum og framtíð," eins og segir á Facebook síðu mótmælanna.

Mótmælin hafa farið friðsamlega, en einhver egg fengu þó að rjúka í glugga veitingastaðarins Silfurs á Hótel Borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×