Viðskipti erlent

Viðskiptavinir Kaupþings á Mön fá greitt upp í innistæður sínar

Þeir íbúar eyjunnar Mön sem áttu innistæður hjá Singer & Friedlander, banka Kaupþings á Bretlandseyjum, fá greidd 1.000 pund, eða 175 þúsund kr., hver ef tillaga um greiðsluna verður samþykt á þingi eyjunnar.

Stjórnvöld á Mön hafa lagt fram tillögu um þessa greiðslu sem kæmi til útborgunar eftir áramótin ef þing eyjunnar samþykkir hana. Í frétt um málið í The Financial Times segir að tillagan komi til umræðu á þingi eyjunnar í þessari viku.

Stjórnvöld vilja fá áð nota 11 milljón pund úr sameiginlegum sjóðum eyjabúa til að standa undir þessum greiðslum til viðskiptavina Kaupþings.

Allan Bell fjármálaráðherra Manar segir í samtali við FT að þessi upphafsgreiðsla sé kannski ekki stór í sniðum en fyrir fátækari viðskiptavini Kaupþings sem áttu ekki stórar upphæðir í bankanum gæti hún verið kærkomin búbót.

Lögmaður þeirra eyjabúa sem áttu innistæður hjá Kaupþingi og eru að undirbúa málssókn gegn bankanum segir að þessi greiðsla frá stjórnvöldum væri..."eins og dropi í hafið".

Um 8.000 íbúar á Mön áttu samtals 821 milljón punda eða um 140 milljarða kr. inni hjá Singer & Friedlander þegar bankinn fór í þrot fyrr í vetur.

 







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×