Viðskipti erlent

Olíuverð lækkar þrátt fyrir mikinn niðurskurð hjá OPEC

Heimsmarksverð á olíu hefur lækkað eftir að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, boðuðu mikinn niðurskurð á framleiðslu sinni í gær. Eftir fundinn fór verðið í rétt rúma 40 dollara og hefur ekki verið lægra í tæp fimm ár.

Niðurskurðurinn nemur 2,2 milljónum tunna á dag frá og með 1. janúar. Er þetta mesti boðaður niðurskurður hjá OPEC síðan 1997 er dregið var úr framleiðslunni um 1,7 milljón tunnur á dag.

Í frétt um málið á Timesonline kemur fram að olíukaupendur telja í fyrsta lagi að verulega muni draga úr eftirspurn á næstu mánuðum, einkum í Kína, vegna fjármálakreppunnar. Og í öðru lagi hafa menn ekki mikla trú á að OPEC ríkin muni standa við þessar áætlanir sínar um niðurskurð.

Þá hefur það ýtt undir lækkunin á verðinu að nýjar upplýsingar frá Bandaríkjnum sýna að olíubirgðir þar í landi eru töluvert meiri en talið var.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×